Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég ætti kannski að fara að skipta af tunglhraða og koma til baka to the real world? Sumum finnst það gott að stressa sig og aðra upp í það óendanlega (það getur þó verið endanlegt ef maður drepst...) og skamma mann fyrir bloggleysi og leti. LETI!!! Svona svívirðingum nenni ég sko ekki að svara, það er þekkt stærð í heimi Sigurðar að hlutirnir gerast bara mishratt. Þetta er einföld, en samt mjög flókin, eðlisfræði sem liggur þarna að baki. Alls konar efnafræði tengdar staðreyndir sitja þarna líka, eins og svefnþreytu mólikúlin og lærdómsheilaselluáreitingarmólikúlin eru búin að vera mjög virk hjá mér undanfarið.
En ég ætla að gera mitt besta til að hald sjálfinu lifandi og halda (móli)kúlinu.
Nokkrar fínar pælingar hafa verið að gerjast í mér og koma til með að blómstra hér innan fárra tunglhringja.
Njótið dagsins.
Wednesday, November 15, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Velkommen tilbage!
Post a Comment