Það er bara tvisvar á ári sem ég er glaður. Það er þegar ég á afmæli og þegar ég á ekki afmæli. Það er líka bara í þessi tvö skipti sem ég smakka áfengi, lendi í rifrildi eða lem einhvern, borða yfir mig, nenni ekki að elda, þrífa eða læra. Ég nota heilann á mér bara í annað af þessum tveimur skiptum, þið megið alveg giska á svar.
Dagurinn í dag raðast í annann þessarra flokka og ég á ekki afmæli, en eins og áður þá megið þið giska, en sama hvað ég reyndi í dag þá virkaði bévítans heilinn barasta ekki, sama hvað ég reyndi og það er svolítið erfitt þegar maður lendir í því að heilinn virkar ekki þá getur maður ekki hugsað neina aðferð til að koma honum í gang aftur. Af hverju? Þið megið giska...
Thursday, August 31, 2006
Monday, August 28, 2006
kommon komment og barnakennsla
Ekki það að ég hafi verið farinn að örvænta yfir aðgerða- og kommentaleysi hér á síðunni eða orðinn efins um að ég ætti einhverja vini, kommentadraslið þarf bara að komast í lag. Ég skora á þá sem ekki geta kommentað að láta mig vita á sigurdur.thorsson@gmail.com í eitt skipti fyrir öll. Ég er búinn að vera að reyna að fikta eitthvað í þessu og þetta á allt að vera rétt stillt en...... hver veit?
Fór annars í praktik kynningu í dag og í næstu viku og þar næstu (vikur 36 og 37 fyrir þá sem komnir eru í advanced vikuteljarasystemið eins og maður er að reyna að troða sér inn í hér í Dk) verð ég, snarbilaður unglingurinn í kennslustofum Bakkeskolen í Frederecia að troða vitneskju ofan í þar til gerða barnaheila. Hljómar svolítið súrt að hleypa mér í börnin þeirra en betra er að venja þessi grey við að heimurinn er ekki allur eins og hann er séður.
Eigum við að prufa niðurtalningu í verknaðinn/gjörninginn?
Fór annars í praktik kynningu í dag og í næstu viku og þar næstu (vikur 36 og 37 fyrir þá sem komnir eru í advanced vikuteljarasystemið eins og maður er að reyna að troða sér inn í hér í Dk) verð ég, snarbilaður unglingurinn í kennslustofum Bakkeskolen í Frederecia að troða vitneskju ofan í þar til gerða barnaheila. Hljómar svolítið súrt að hleypa mér í börnin þeirra en betra er að venja þessi grey við að heimurinn er ekki allur eins og hann er séður.
Eigum við að prufa niðurtalningu í verknaðinn/gjörninginn?
Friday, August 25, 2006
mömmu systemið sem enginn kann
Ég hef ekki oft velt því fyrir mér en samt stundum. Af hverju verður maður stundum of þreyttur til að blogga? Þetta er ótrúlegt, ég hafði fyrir því að opna tölvuna, logga mig inn og ætlaði svo að fara að vera eitthvað sniðugur eða fyndinn eða eitthvað og þá bara PÚFF!!! Ekkert! Allt lokað.
Enginn almennileg bloggrás er opin í höfðinu á mér þessa stundina og ekki hefur enn heppnast hjá mér að læra andskotans morskerfið, það væri nú smat gaman að kunna að morsa. verst að það er varla til kjaftur í veröldinni lengur sem myndi skilja mann, s. o. s. = langt langt langt stutt stutt stutt langt langt langt, eða öfugt. Það skiptir engu máli, það kann þetta enginn og það myndi enginn hjálpa manni ef svo ólíklega vildi til að manni skildi detta í hug að nota þetta ef maður væri í einhverri hættu, ekki líklegt. Þetta system virkar bara þannig að enginn skilur þetta og enginn notar þetta. Maður kallar bara á mömmu sína. Kannski þess vegna heitir þetta "mors"?
Enginn almennileg bloggrás er opin í höfðinu á mér þessa stundina og ekki hefur enn heppnast hjá mér að læra andskotans morskerfið, það væri nú smat gaman að kunna að morsa. verst að það er varla til kjaftur í veröldinni lengur sem myndi skilja mann, s. o. s. = langt langt langt stutt stutt stutt langt langt langt, eða öfugt. Það skiptir engu máli, það kann þetta enginn og það myndi enginn hjálpa manni ef svo ólíklega vildi til að manni skildi detta í hug að nota þetta ef maður væri í einhverri hættu, ekki líklegt. Þetta system virkar bara þannig að enginn skilur þetta og enginn notar þetta. Maður kallar bara á mömmu sína. Kannski þess vegna heitir þetta "mors"?
Wednesday, August 23, 2006
Forðið ykkur, fullar flugur
Ekki var ég hissa þegar ég las yfir eitt af ótal blaðsneplum hér í landinu litla í morgun um allar þessar geðsjúku vespur sem tæta í öllum og trylla. Þær eru ekki með sjálfum sér vegna þess að þær eru fullar!!! Ofurölvi vespur á flugi um Koldingborg í leit að slagsmálum á þriðjudagsmorgni þar að auki. Ætli flugnabarnavernd viti af þessu, nú eða flug(na)umferðarstjórn? Þetta er vandamál sem verður að taka á og það strax. Eplasnafs í hádeginu er ekki í lagi og peruvín er afleitur morgunmatur fyrir þessi grey, en gerjaðir ávextir liggja samt í haugum neðan við þar til sköpuð tré og rotna og gerjast, tilvalið fyrir rómantíska flugnaferð með kærustunni. Nú eða fyrir one night stand, fyll'ana og fljúga með hana upp í næsta tré. Fá sínu fram og eyða restinni af vímunni í að trylla almennig sem í makindum sínum reynir að halda sér edrú þessu fimm virku daga teljandi niður til helgarinnar með tilheyrandi kvíða og svitaköstum.
En flugurnar fullar af orku, fylla loftin fullar á fullu á eftir saklausum borgurum sem dansa "á ég að drepa þig helvítis flugan þín" eða "ARRRGHHH GEITUNGUR!!!" dansana eins og hálvitar.
Góða nótt
En flugurnar fullar af orku, fylla loftin fullar á fullu á eftir saklausum borgurum sem dansa "á ég að drepa þig helvítis flugan þín" eða "ARRRGHHH GEITUNGUR!!!" dansana eins og hálvitar.
Góða nótt
Monday, August 21, 2006
Manudagshugleiði
Fyrsti mánudagur í skólanum er horfinn í gleymsku. Öll andlitin sem ég sá í dag koma ekki aftur, nema kannski eitt. Útlendingurinn er þessi sem talar frekar asnalega dönsku og kann ekki einu sinni öll orðin. Hann er sá sem þegir í fjöldasamræðum en hlær ef að einhver dettur eða er bitinn af geitungi. Hann er svona gaur sem fylgist með öllum og allir fylgjast með honum, ekki endilega á jákvæðan hátt. Hann er þekktur sem kennaraneminn og svarar nafninu Siggi.
Ótrulega súr hefur þessi annars velskapaði dagur verið, blautur, heitur, sveittur og illa keyrður áfram af Kirsten, sem er annars ágætis kennari, en ég verða miklu betri, og Nils, sem er freker furðuleg týpa. Svona góður en samt ekki góður. Frekar rólegur, næstum dauður. En samt ekki dauður. Ég get samt vel skilið þá sem horfa í augun á mér trúa þeim ekki, ekki sínum eigin heldur, og gefast upp á verkefninu, pakka saman og kveðja kurteisislega. "Ses i morgen Siggi!"
Ótrulega súr hefur þessi annars velskapaði dagur verið, blautur, heitur, sveittur og illa keyrður áfram af Kirsten, sem er annars ágætis kennari, en ég verða miklu betri, og Nils, sem er freker furðuleg týpa. Svona góður en samt ekki góður. Frekar rólegur, næstum dauður. En samt ekki dauður. Ég get samt vel skilið þá sem horfa í augun á mér trúa þeim ekki, ekki sínum eigin heldur, og gefast upp á verkefninu, pakka saman og kveðja kurteisislega. "Ses i morgen Siggi!"
Saturday, August 19, 2006
um niðurtalningu og annað
Þá er niðurtalning búin og engin veit hvað var verið að telja níður í. Eitt finst mér fyndið með svona niðurtalningar, það eru alltaf einhverjir sem hoppa á einum og aðrir hoppa á núlli. Það væri kannski ráð að gefa út alþjóðlegar samhæfðar niðurtalningarreglur til að það þyrfti ekkert að ræða það fyrirfram hvort maður ætti að hoppa á "eininum" eða núllinu.
Ég lenti til dæmis í vandræðum í gær hvort ég ætti að byrja að skrifa aftur eftir heitt sumarfríið eða hvort ég ætti ekki að byrja fyrr en í dag. Ekki það að ég hafi misst einhvern svefn yfir þessu en þetta tók smá pælingartíma frá annars stórfínum föstudeginum sem markaði annan dag leiðar minnar í átt að kennaranum, ansi merkileg staða að vera kennari finnst mér.
Ræddi það við einn skólafélaga minn í gær hvað við erum að stefna á kennarann á vitlausum tíma. Fyrir 30-40 árum og þaðan af lengra síðan voru kennararnir heilagir. Þeir stóðu upp á töflu með skíthræddan almúgann fyrir framan sig og allt sem þeir sögðu var heilagur sannleikur og enginn nemandi efaðist um sannleiksgildi þess sem kennarinn sagði og ekki voru nemendurnir í góðri stöðu til að afsanna orð hans ef svo ótrúlega vildi til að einhver efaðist. Í dag þá þarf kennarinn virkilega að vita eitthvað!! Þessir ormar sem nútíma nemendur eru víst orðnir eru orðnir klárari en kennararnir á mörgum sviðum og það þarf ekki annað en að googla það sem kennarinn segir, koma í skólann daginn eftir og virkilega kvelja kennaragreyið með spurningum sem virkilega krefjast einhverrar vitneskju af kennaranum. Heimur versnandi fer.
Annars eru góðu fréttirnar þær að það hefur ekki verið atvinnulaus útlærður kennari skráður í Danmörku í 2 ár og það er heill haugur af kennurum að úreldast þann tíma sem ég verð í skólanum, þannig að það ætti ekki að verða mikið mál að vinnu sem skotskífa framtíðar okkar við útskrift.
Hilsen
Ég lenti til dæmis í vandræðum í gær hvort ég ætti að byrja að skrifa aftur eftir heitt sumarfríið eða hvort ég ætti ekki að byrja fyrr en í dag. Ekki það að ég hafi misst einhvern svefn yfir þessu en þetta tók smá pælingartíma frá annars stórfínum föstudeginum sem markaði annan dag leiðar minnar í átt að kennaranum, ansi merkileg staða að vera kennari finnst mér.
Ræddi það við einn skólafélaga minn í gær hvað við erum að stefna á kennarann á vitlausum tíma. Fyrir 30-40 árum og þaðan af lengra síðan voru kennararnir heilagir. Þeir stóðu upp á töflu með skíthræddan almúgann fyrir framan sig og allt sem þeir sögðu var heilagur sannleikur og enginn nemandi efaðist um sannleiksgildi þess sem kennarinn sagði og ekki voru nemendurnir í góðri stöðu til að afsanna orð hans ef svo ótrúlega vildi til að einhver efaðist. Í dag þá þarf kennarinn virkilega að vita eitthvað!! Þessir ormar sem nútíma nemendur eru víst orðnir eru orðnir klárari en kennararnir á mörgum sviðum og það þarf ekki annað en að googla það sem kennarinn segir, koma í skólann daginn eftir og virkilega kvelja kennaragreyið með spurningum sem virkilega krefjast einhverrar vitneskju af kennaranum. Heimur versnandi fer.
Annars eru góðu fréttirnar þær að það hefur ekki verið atvinnulaus útlærður kennari skráður í Danmörku í 2 ár og það er heill haugur af kennurum að úreldast þann tíma sem ég verð í skólanum, þannig að það ætti ekki að verða mikið mál að vinnu sem skotskífa framtíðar okkar við útskrift.
Hilsen
Thursday, August 17, 2006
Wednesday, August 16, 2006
Tuesday, August 15, 2006
Monday, August 14, 2006
Subscribe to:
Posts (Atom)