Wednesday, June 28, 2006

Bruni BB

Af hverju er blámaður svartari en svertingi? Það meikar engann sens. Ég er annars á hraðri leið í að verða svertingjastaðgengill og í framhaldi af því blámannsefni. En það kemur kannski seinna.
Í augnablikinu er ég rauðskinni af sterkari gráðunni eftir heiftarlega ósmekklega frmakomu sólarinnar í minn garð síðastliðinnar helgar. Þetta gula fífl varaði engann við og því gerði ég mér enga grein fyrir afleiðingum strandarferðarinnar fyrr en um seinan og úr varð bruni bb (bruni bleika bjánans). Eftirköstin hafa aðallega falist í hita, svita og skjálftaköstum sem lýsa sér í ofurrauðum húðlit á ofanverðum líkamanum og sársauka sem finnst þó ekki nema þegar ég er vakandi og í fötum...!?! Sem betur fer! En vegna hita, svita og skjálftakastanna þá sef ég ekki mikið og sársaukinn varir því í um 22 tíma svona fyrstu sólarhringana. En það lagast fljótt, vona ég innilega.
Í lok vikunnar er svo spáð 25-30 stiga hita og ég vona það heitt að ég verði kominn í lag og verði farinn að geta klæðst einhverju að ofan fyrir þann tíma því það er miklu eðlilegra að mæta á ströndina í einhverju svo maður geti nú farið úr að ofan. Það mætir enginn ber að ofan á ströndina, það er kjánalegt. Ég er ekki svo vitlaus. No way!

Ef ég lifi næstu sólaráras af, þangað til næst. Adios!

Friday, June 23, 2006

gettu hvað eg er?

Ég er nú ekki mikill aðdáandi svona kannanna en mér finnst doldið spes að vera drykkur sem ég hef bara nýlega smakkað, geggjað.

You Are Root Beer

Ultra sweet and innocent, you have a subtle complexity behind your sugary front.
Children love you, but so do high end snobs... when you're brewed right.

Your best soda compatibility match: Dr. Pepper

Stay away from: Diet Coke

Wednesday, June 07, 2006

eggjaverksmiðjan Vibbi hf.

Fyrir nokkrum dögum síðan þá fékk ég símtal um að leysa af í 1 dag í eggjaverksmiðju, ekkert mál. Ég mætti samviskusamlega klukka 06:45 frekar tilbúinn í daginn, eða það hélt ég alla vega. Annað átti eftir að koma á daginn. Það fyrsta sem ég fékk í hendurnar var plagg um þrifnað og annað. Þar var ein grein um það að ef ég fengi niðurgang þegar ég kæmi heim þá ætti ég að hringja í bossinn og segja honum frá!! Yeah sure! "Blessaður stjóri, ég var að skíta. Djöfull var þetta eitthvað frussandi í dag, það er allt annað en í gær þegar þetta var svona þéttur hnoðleir. Ég vildi bara láta þig vita. Hafðu það gott í kvöld, bið að heilsa frúnni. Ég hringi aftur ef þetta þykknar ekkert. Bless!"

Dagurinn leið hratt og fínt þeir sörveruðu meira að segja ávexti og kökur í kaffitímanum en svo kom skellurinn, ælutíminn og vélaþrifin. Síðasti hálftími dagsins fór í það að þrífa blessaða vélina og ef ekki hefðu brotnað 500-1000 egg í henni yfir daginn þá hefði það ekki verið neitt mál held ég, en..... þetta var ógeð. Undir vélinni safnast yfir daginn brotin egg sem storkna ekki í hitanum heldur safna svona lúmskt ógeðslegri lykt sem gerir skítasamtalið til verkstjórans pís of keik. Þegar ég hafði kúgast í hálftíma yfir þrifunum varð ég frelsinu feginn og brunaði heim til að lýsa deginum fyrir konunni. Þar kúgaðist ég svo mikið að sagan þurfti bara að klárast daginn eftir. Svo las ég í blöðunum að fúlt egg skapaði eina af 10 verstu lyktum í heiminum. Ég efast ekki í sekúndu.

Eggjaverksmiðja, check. Bin ðer don ðet, never agen.

Sunday, June 04, 2006

magnaður timahraði

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður áður en maður kemur nokkru í verk. Þetta hef ég upplifað svolítið síðustu vikurnar. Morgunmaturinn er búinn áður en maður vaknar, það er komið hádegi áður en maður klárar morgunmatinn, miðdegishressingin löngu farin þegar maður slafrar í sig hádegismatnum og kvöldmaturinn orðinn kaldur þegar maður tekur síðdegiskaffibollann. Það kallast svo bara gott ef maður nær kvöldmatnum áður en maður sofnar og svo byrjar öll romsan aftur daginn eftir.
Útaf þessu tímaleysi eða tímahröðun sem greinilega er gengin á í heiminum þá hef ég ekkert bloggað undanfarið en ég hef verið duglegur að safna upp hugmyndum. Kannski verða þær að veruleika næstu daga, svona eins og litlir draumar sem rætast og gleðja litlar sálir. Ég á alveg eftir að gera upp kindaklónun, eggjaverksmiðjuvinnudaginn, 2 L í orði, festast á filmu og svo svo byrjar HM eftir viku og þá verður fjandinn laus í sveittramannafaðmi, kyssingum og öðrum karlmannlegum athöfnum.
Sjitt hvað tíminn snýst, ég er orðinn allt of seinn í sunnudaginn, lífið flýgur, ég sit eftir sveittur í lófunum, finnst ég vera að missa af Hvítasunnunni. Til hamingju með afmælið kirkja! Já ég veit hvers vegna hvítasunnan er svona biggdíl, sörpræs!! Ég ætla að drífa mig út og ég ætla að taka þátt í afmælinu, kannski vinn ég í pakkaleiknum. Kaleik, vígt vatn og vígtennur eða hempu og hamp, hver veit. Kannski vinn ég þetta allt(ari). Þá er ég heppinn og þá er guð góð...