Jæja þá er frú feitakallsins og dóttir feitakallsins búnar að yfirgefa hann í 2 daga, köben beibí. Feitikallinn sem kallar ekki allt ömmu sína, enda á hann bara eina ömmu og getur ekki kallað neinn annan ömmu sína, flatmagar í slotinu á meðan með öl í annarri og öl í hinni. Það er samt hálfbjánalegt að segja að feitikallinn geti FLATmagað því það er nú ekki mikil flatneskja þar á ferð, en feitmagað hljómar bara svo illa að við höldum okkur við flatmagað. The polyphonic spree og tónlistin úr Thumbsucker í tækinu og feitikallinn liggur bara í sófanum og klappar buffinu í gríð og erg (til að hreinsa ykkar sóðalegu hugsanir þá er Kaktus (Cactuz á ensku) ofvaxni kötturinn okkar nefndur buffið og er réttkjörinn formaður Bufffélagsins (3 f í röð er ekki algengt í orðum) EDDU (Eflaust Dáðustu Drengir Alheimsins)). Púff, hvað þetta voru margir svigar!
Hafið þið heyrt lagið "The 3 Days Of Jesus Christ And People" með Gissuri Birni Eiríkssyni? snilld!!!
Táin er annars að komast í sitt fyrra form (það er svona tálaga form) og er hætt að kvarta og þakkar fyrir allar heillaóskirnar og blómin sem hún vonaðist til að fá og heldur að hún hafi fengið. En hún er auðvitað í sokkum allann daginn og veit ekkert hvort það hafi komið blóm, ég get logið öllu að henni, hehehe. Hún er eins og stríðsfangi í Írak, teipuð föst allann daginn, poki settur yfir hausinn á henni og rakastigið og fúkkalyktin langt yfir meðallagi venjulegrar rotnunar. Ef táin gæti talað þá yrði ég líklegast kærður fyrir stríðsglæpi og skorinn af henni.
p.s. Ég fylgist með ykkur.
Það besta hingað til: Ef hægt er að vera of hreinskilin, þá er hægt að sjá það hér
Wednesday, April 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
OH þú eyðilagðir þetta algjörlega með að blanda kettinum inn í málið... !!
En gott að táin er að lagast.. maður má ekki bregða sér af bæ þá verður þú að slasa þig til að finna ekki lengur fyrir sársauka í hjarta og sál heldur í tánni... ja hérna.. og svo er konan farin frá þér...en ég er á leiðinni heim bráðum og þá getur lífið áfram gengið sinn vanagang...
Post a Comment