Tuesday, April 25, 2006

miðvikudagur til martraðar

í fyrsta sinn á ævinni er ég með tannpínu (nei, það á ekki að vera s þarna fremst, þetta er bara tannpína). Þetta er alveg nýtt fyrir mér að vera að drepast í kjaftinum án þess að vera með tyggjó eða seigt kjöt. Ég hringdi í tannlækninn áðan og var nú nokkuð rólegur því bið hérna er venjulega 1-2 vikur og ég var farinn að hlakka til að eyða þessum tíma með verkjalyfjum og dagdrykkju en nei, ekki boðið upp á svoleiðis lúxus í mínu lífi. Andskotans læknirinn getur tekið á móti mér á morgun!!! Ég fékk bara skjálftann enda hef ég aldrei lent í neinu stóralvarlegu með þessa menn sjálfur, en ég hef heyrt allar sögurnar af þeim. Ég hef heyrt sögur um það þegar þeir hafa næstum því drepa fólk í stólnum og slitið af fólki eyrun eða rifið einhverja tönn úr sem var föst við augnbotnana og augað bara poppaði aftur á bak. Ég hef heyrt sögur af því að þeir hafi rekið hnéð í punginn á fórnarlambinu við að rífa eitthvað úr eða brjóta eitthvað, þeir hafa rifið í sundur kinnar á fólki og sprautað flúor inn í fólk í staðinn fyrir deifingardraslinu o.s.fr.v
Mér var kennt það sem barni að safna öllu sem gerist í lífinu í svokallaðann "reynslupoka" og taka með mér hvert sem ég fer, það væri alltaf gott. Þetta litla ráð, hefur samt gert það að verkum að ég á ekkert eftir að sofa í nótt vegna fyrirhugaðs fundar við tannlækninn. Þetta er án efa heimskulegasta ráð sem hægt er að gefa barni og þegar ég mæti í fyrramálið og hitti örlög mín þá á ég eflaust eftir að fara að pissa í mig og hlaupa grátandi heim. Nema ég vakni kl. 06, taki bjór og parkodin með ristaða brauðinu í morgunmat, ég á hálfa wisky upp á skáp og næði örugglega að fara langt með hana yfir mogganum fyrir kl. 10.
Já, ég held að þessi hræðsla er alger óþarfi rétt eins og botnlanginn í manni og forseti á Íslandi. Ég held ég taki þessu bara eins og karlmaður og biðji um svæfingu.

4 comments:

Anonymous said...

Æi litli Siggi. Vona að tannsinn verði góður við þig. Ég vona að það þessi stutti biðtími se ekki merki um vanhæfni .... Ég er viss um að þú færð að velja dót því þú ert svo dullegur strákur.
Annars geturðu alltaf farið til doksa sem er með aðsetur í sama húsi og þú býrð í..þ.e. ef að tannsi rífur allar tennurnar með rótum, því að þetta er svona falskra tanna doksi...
Kveðja
konan sem er alltof "feit"

Anonymous said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»

Anonymous said...

Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»

Anonymous said...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»